Bifreiðastjóri-tímabundið starf

side photo

ÍSAM ehf. leitar að starfsmanni í tímabundið starf til útkeyrslu á vörum fyrirtækisins, frá 15.03.2021-20.08.2021.

Um að að ræða stöðu bifreiðastjóra og verður viðkomandi að vera með meiraprófsréttindi C. 

Vinnutími er frá kl. 07.00 - 16.00 alla virka daga.

Helstu verkefni:

  • Dreifing og afhending á vörum fyrirtækisins.
  • Samskipti við viðskiptavini.
  • Önnur tilfallandi verkefni er tilheyra starfinu.

Hæfniskröfur:

  • Starfsreynsla við útkeyrslu æskileg.
  • Meiraprófsréttindi C skilyrði.
  • Samviskusemi og jákvæðni.
  • Stundvísi og dugnaður.
  • Íslenska og/eða enskukunnátta skilyrði.

ÍSAM er eitt stærsta heildsölu- og framleiðslufyrirtæki landsins. ÍSAM á og rekur vörumerkin Mylluna, Ora, Frón og Kexsmiðjuna, auk þess sem fyrirtækið hefur umboð fyrir mörg þekkt vörumerki.

Hjá ÍSAM starfa um 400 manns.